29 Mars 2019 15:14

Það er ávallt ánægjuleg stund þegar lögreglumönnum hjá embættinu eru afhent skipunarbréf, en venjan er að gera það við hátíðlega athöfn á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík. Að þessu sinni var athöfnin nokkuð söguleg því í hinum glæsilega hópi voru lögreglumenn sem útskrifuðust í lögreglufræðum frá Háskólanum á Akureyri. Til hamingju öllsömul.