10 Nóvember 2023 17:11

Fimm voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skotárás í Úlfarsárdal í Reykjavík í síðustu viku. Einn til viðbótar sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins, en ekki var krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir honum og er sá laus úr haldi lögreglu.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.