17 Nóvember 2023 17:08
Fimm voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í áframhaldandi fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 22. nóvember, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skotárás í Úlfarsárdal í Reykjavík í byrjun mánaðarins.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.