12 Janúar 2011 12:00

Tveir karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 1. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Mennirnir voru handteknir eftir skotárás í Háaleitishverfi á aðfangadag og sátu í gæsluvarðhaldi til 4. janúar. Þá var lögð fram krafa um fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim en á hana var ekki fallist í Héraðsdómi Reykjavíkur en nú hefur niðurstöðunni verið snúið við í Hæstarétti. Fyrir voru tveir aðrir karlar í  haldi lögreglu vegna sama máls en þeir voru líka handteknir á aðfangadag og var gæsluvarðhald yfir þeim síðan framlengt um fjórar vikur þann 4. janúar, eða til 1. febrúar.

Fjórmenningarnir, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri og hafa allir áður komið við sögu hjá lögreglu, hafa játað aðild sína að málinu. Rannsókn þess er lokið en málið var sent embætti ríkissaksóknara til frekari meðferðar.