22 Desember 2011 12:00

Tveir karlar hafa á grundvelli almannahagsmuna verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skotárás í austurborginni föstudaginn 18. nóvember sl. Einum til viðbótar hafði þegar verið gert að sitja áfram í gæsluvarðhaldi til 13. janúar, einnig á grundvelli almannahagsmuna.