13 Febrúar 2022 20:30

Tveir karlar voru í kvöld í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skotárás í miðborginni síðastliðna nótt. Annar var úrskurðaður í varðhald til 11. mars, en hinn til 21. febrúar. Þriðji maðurinn, sem var handtekinn í tengslum við málið, er laus úr haldi lögreglu.

Rannsókn málsins miðar vel.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.