19 Nóvember 2011 12:00

Laust fyrir klukkan átta í gærkvöld barst lögreglu tilkynning um að skotum hefði verið hleypt af í Bryggjuhverfinu í Reykjavík. Engan sakaði en skemmdir urðu á bifreið. Lögreglan hefur unnið sleitulaust að rannsókn málsins og notið við það aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Manna er leitað í tengslum við rannsókn málsins en það er talið tengjast fíkniefnaviðskiptum. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.