8 Febrúar 2014 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á afsagaða haglabyssu, loftriffil og ætluð fíkniefni í Garðabæ fyrr í vikunni. Skotvopnin fundust við leit í bíl manns, sem er meðlimur í Outlaws-vélhjólagenginu, en fíkniefnin fundust í fórum hans. Maðurinn, sem var handtekinn og fluttur á lögreglustöð, játaði aðild sína að málinu.
Aðgerðin er liður í baráttu lögreglunnar gegn skipulagðri glæpastarfsemi, en upplýsingum um brotastarfsemi má koma nafnlaust á framfæri í síma 800-5005.