14 Nóvember 2023 16:22

Í síðustu viku kom upp bilun í skotvopnaleyfakerfum lögreglu sem á núna að vera búið að laga. Aftur er því hægt að senda inn umsóknir um kaup/sölu, lánsheimildir og annað sem viðkemur skotvopnaleyfum, en öll slík leyfi er að finna á lögregluvefnum og vefnum island.is. Við biðjum alla skotvopnaleyfishafa að fara yfir eignalista sína á rafrænu skotvopnaskírteini og ef þeir eru ekki réttir er hægt að senda okkur póst á netfangið leyfi@lrh.is Það skal tekið fram að þetta netfang er einvörðungu ætlað þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Þau sem búa annars staðar senda slíka pósta á viðkomandi lögregluembætti, þ.e. eftir búsetu þeirra.

Ef svo ólíklega vill til að enn komi upp villumelding hjá einhverjum eru hinir sömu góðfúslega beðnir um að reyna aftur og þá ætti umsóknin að skila sér til okkar.