24 Júní 2003 12:00

Skotvopnanámskeið verða haldin við embætti lögreglustjórans í Reykjavík árið 2003 sem hér segir:

Námskeið 1. Fræðileg kennsla 7. og 8. ágúst í stofu nr. 304 í Árnagarði.                    Vettvangskennsla 9. ágúst á skotsvæði.Námskeið 2. Fræðileg kennsla 21. og 22 ágústí stofu nr. 304 í Árnagarði.                   Vettvangskennsla 23. ágúst á skotsvæði.Námskeið 3. Fræðileg kennsla 4. og 5.sept. í stofu nr. 304 í Árnagarði.                   Vettvangskennsla 6. sept. á skotsvæði.Námskeið 4. Fræðileg kennsla 25. og 26. sept í stofu nr. 304 í Árnagarði.                   Vettvangskennsla 27. sept. á skotsvæði.Námskeið 5. Fræðileg kennsla 16. og 17. okt. í stofu nr. 304 í Árnagarði.                   Vettvangskennsla 18. okt. á skotsvæði.Námskeið 6. Fræðileg kennsla 30. og 31. okt. í stofu nr. 304 í Árnagarði.                    Vettvangskennsla 1. nóv. á skotsvæði.Námskeið 7. Fræðileg kennsla 20. og 21. nóv. í stofu nr. 304 í Árnagarði.                    Vettvangskennsla 22. nóv. á skotsvæði.

Tvo fyrri daga námkeiðanna fer fræðilegi hlutinn fram. Sú kennsla fer fram í húsnæði Háskóla Íslands í Árnagarði og hefst kl. 18:00.

Vettvangskennsla fer fram á skotsvæði Skotdeildar Keflavíkur við Hafnarveg. Nemendum er séð fyrir ókeypis fari til og frá skotsvæðinu í bifreið frá Guðmundi Jónassyni ehf. frá BSÍ, Vatnsmýrarvegi 10. Reykjavík, kl. 08:00 og komið til baka fyrir kl. 14:00 þá daga sem vettvangskennsla fer fram.Óvíst er að haldin verði fleiri skotvopnanámskeið á árinu. Þá geta námskeið fallið niður verði ekki næg þátttaka.Námskeiðsgjald er kr. 18.000-, greiðist við innlögn umsóknar.Innifalið þar í er: 1) Námsgagn sem er afhent umsækjanda við innlögn umsóknar.2) Ferðir til og frá á skotsvæði vegna vettvangskennslu.3) Skotvopnaskírteini við útskift í lok námskeiðs.Með umsókn þarf eftirfarandi að fylgja:1) Útfyllt umsókn um leyfi til þátttöku í námskeiði í meðferð og notkun skotvopna, með áritun aðila sem eru fullra 20 ára, hafa ekki verið sviptir sjálfræði og treysta umsækjanda fyrir meðferð og notkun skotvopna. (Umsóknarblöð fást í afgreiðslu lögreglustöðva).2) Sakavottorð. (Hægt er að panta sakavottorð í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar að Hverfisgötu)3) Læknisvottorð.4) Ein nýleg ljósmynd, skýr og greinileg 35 x 45 mm.Umsækjendur verða að vera orðnir tvítugir þegar umsókn um þátttöku á skotvopna- námskeið er lögð inn. Þeir sem sem eiga lögheimili utan umdæmis Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar þurfa að skila með umsókn heimild lögregluyfirvalda þess umdæmis sem hann á lögheimili í.Eftir að hafa staðist próf í lok námskeiðs fær viðkomandi skotvopnaskírteini, sem heimilar honum eign, og notkun skotvopna samkvæmt A-réttindum.Lögreglustjórinn í Reykjavík23. júní 2003