19 Janúar 2017 14:56

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir desembermánuð 2016 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og breytingar metnar út frá staðalfrávikum. Auk þess sem tölur það sem af er ári eru bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.

 Í desember voru skráðar 609 tilkynningar um hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynntum hegningarlagabrotum fækkaði nokkuð miðað við þróun brota síðastliðna sex og síðastliðna 12 mánuði á undan. Skráðum þjófnuðum fækkaði einnig miðað við þróun brota síðastliðna sex mánuði á undan sem og innbrotum á heimili, meiriháttar skemmdarverkum, fíkniefnabrotum og umferðarlagabrotum. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 100 tilkynningar um ofbeldisbrot í desember, sem er svipaður fjöldi og barst að meðaltali síðustu 12 mánuði á undan. Skráðum brotum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna fjölgaði aðeins í desember miðað við mánuðinn á undan. Í heild fjölgaði brotum um 12 prósent árið 2016 miðað við meðaltal síðustu þriggja ár á undan.