9 Ágúst 2006 12:00

Á tæpum hálfum mánuði hefur lögreglan í Reykjavík klippt skrásetningarnúmer af tugum ökutækja. Þetta eru ýmist ökutæki sem uppfylla ekki ákvæði um skoðun eða eru ótryggð. Samanlagt er búið að klippa skrásetningarnúmer af 53 ökutækjum af þessum ástæðum.

En það er fleira en ástand ökutækja sem lögreglan fylgist grannt með. Hraðakstur virðist vera viðvarandi vandamál. Í gær voru 15 ökumenn teknir fyrir hraðakstur og voru langflestir þeirra yngri en 25 ára. Nokkrir hafa áður komið við sögu lögreglunnar vegna umferðarlagabrota en það er sérstakt áhyggjuefni ef ökumenn læra ekki af reynslunni.

Í hópi hinna brotlegu í gær var t.d. 17 ára piltur. Hann hefur haft ökuréttindi í fáeina mánuði en var nú stöðvaður fyrir hraðakstur öðru sinni.  Hjá honum, eins og öllum öðrum sem keyra of hratt, þarf að koma til hugarfarsbreyting.