4 Október 2019 11:10

Lögreglan vekur athygli á veðurspánni fyrir næsta sólarhring, en á höfuðborgarsvæðinu er spáð að það gangi í suðaustan 15-23 m/s síðdegis, hvassast í efri byggðum og á Kjalarnesi. Þurrt, en fer að rigna í kvöld. Suðaustan 13-20 og rigning í fyrramálið, en lægir talsvert seinnipartinn á morgun og styttir upp. Hiti 7 til 10 stig. Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og Faxaflóa, mögulega varasamir sviptivindar við háar byggingar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Veðurstofa Íslands