9 Apríl 2010 12:00

Ungur piltur slasaðist við tölvuleik á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun. Slysið átti sér stað á heimili drengsins en af ókunnum ástæðum hoppaði hann upp úr sófa og rak höfuðið í loftið á meðan leiknum stóð. Pilturinn fékk skurð á höfuðið og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en meiðslin teljast minniháttar. Ekki er vitað hvaða tölvuleik drengurinn var að spila.