14 Mars 2016 09:13

Í dag, mánudaginn 14. mars, verður unnið við breytingar á umferðarljósum á tveimur gatnamótum á Snorrabraut, annars vegar við Flókagötu og hins vegar við Egilsgötu. Af þessum sökum verða ljósin gerð óvirk í tvo daga – mánudag og þriðjudag.

Slökkt verður á ljósunum eftir kl. 9.00 á mánudagsmorgni, eftir að þungi morgunumferðar er liðinn hjá. Gatnamótin verða opin þó ljósin séu óvirk, en vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og virða hraðatakmarkanir.

Munum – þegar umferðarljós eru óvirk taka umferðarmerki við.