20 Ágúst 2008 12:00

Kona á fimmtugsaldri datt illa í Breiðholti eftir hádegi í gær og var óttast að hún hefði fótbrotnað en henni var snarlega komið undir læknishendur. Um kvöldmatarleytið skarst kona á fertugsaldri illa á hendi. Hún var að stússa í eldhúsi í íbúð í miðborginni þegar óhappið varð og þurfti konan sömuleiðis að leita til læknis. Á sama tíma endaði íþróttaiðkun hjá konu á þrítugsaldri með skelfingu. Hún var við æfingar í Laugardal þegar eitthvað fór úrskeiðis og var konan flutt á slysadeild með áverka á fæti. Og undir miðnætti hrasaði karl á sextugaldri í miðborginni. Honum var líka komið á slysadeild en talið var að maðurinn hefði handleggsbrotnað.