16 September 2009 12:00
Tvær konur voru fluttar á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bíla í Kópavogi í gærmorgun. Konurnar, önnur á þrítugsaldri en hin undir tvítugu, voru þó ekki taldar alvarlega slasaðar. Skömmu fyrir hádegi féll karlmaður af bifhjóli á Úlfarsfellsvegi. Óttast var að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hefði viðbeinsbrotnað. Rétt eftir hádegi var unglingspiltur fluttur á slysadeild. Sá hafði verið að búa til reyksprengju með félaga sínum. Óhappið átti sér stað í Kópavogi en pilturinn brenndist í andliti. Síðdegis varð unglingsstúlka á reiðhjóli fyrir bíl í Álfheimum. Meiðsli stúlkunnar voru talin minniháttar. Og í gærkvöld datt kona á áttræðisaldri á bifreiðastæði í Árbæ. Konan var flutt á slysadeild en ekki er vitað frekar um líðan hennar.