4 Febrúar 2010 12:00

Rúmlega þrítug kona brenndist illa í fyrirtæki í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. Hún var við vinnu sína þegar óhappið átti sér stað en heitt vatn fór á konuna sem brann á annarri hliðinni frá öxl og niður á kálfa.

Nokkur önnur slys voru tilkynnt til lögreglunnar í gær en í gæmorgun fékk kona um fertugt skurð á höfuðið eftir óhapp í rúllustiga í verslunarmiðstöð í borginni. Þá voru 14 ára stúlka og 10 ára piltur flutt á slysadeild eftir óhöpp við íþróttaiðkanir en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg.