13 September 2006 12:00

Nokkrir þurftu að leita sér aðstoðar á slysadeild eftir óhöpp í gær. Maður sagaði í höndina á sér en sá var við vinnu sína hjá fyrirtæki í Reykjavík. Annar skarst illa á hendi en þar var þó ekki um vinnuslys að ræða. Þá féll maður úr stiga við hús í nágrenni borgarinnar en sá leitaði einnig hjálpar á slysadeild.

Í fyrradag þurftu líka nokkrir að leita sér aðstoðar á slysadeild eftir óhöpp. Fullorðin kona ökklabrotnaði í vesturbænum og tveir reiðhjólamenn meiddust eitthvað þegar þeir misstu stjórn á hjólum sínum. Annar þeirra hafði reyndar hjólað á gangandi vegfarenda sem slapp ómeiddur.