5 Desember 2020 13:43

Í hádeginu barst tilkynning um að göngumaður hefði hrasað í Esjunni og héldu viðbragðsaðilar þegar á vettvang, en aðstæður þar voru mjög erfiðar. Eftir um klukkutíma aðgerðir tókst að flytja manninn á Landspítalann, en upplýsingar um ástand hans liggja ekki fyrir. Slysið varð í Gunnlaugsskarði, en maðurinn var þar á ferð ásamt öðrum göngumanni og munu þeir hafa verið ágætlega búnir til fjallaferða.