12 Janúar 2021 13:31

Vikulega birtist samantekt á lögregluvefnum um fjölda umferðarslysa á höfuðborgarsvæðinu þar sem getið er um aðdraganda og orsakir þeirra. Í síðustu viku vildi svo ánægjulega til að ekkert umferðarslys var tilkynnt til lögreglunnar og raunar ekki heldur í vikunni þar á undan. Því má með réttu segja að umferðin hafi gengið afskaplega vel fyrir sig í umdæminu í bæði lok síðasta árs og upphafi þess nýja. Enn sem fyrr er þó ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.

Þrátt fyrir slysalausa daga (enginn fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur) urðu hátt í 30 árekstrar á fyrrnefndu tímabili og því eignatjón, mismikið, sem af því hlaust.