18 Janúar 2020 10:20
Þrír piltar voru í bílnum sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði í gærkvöld og hafnaði í sjónum.
Þeir voru allir fluttir á slysadeild til aðhlynningar, en tveir piltanna síðan færðir á gjörgæsludeild Landspítalans og er ástand þeirra alvarlegt. Þriðji pilturinn var lagður inn á aðra deild spítalans og er líðan hans eftir atvikum.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.