9 Ágúst 2005 12:00

Í fréttum fjölmiðla í gær var greint frá því að ungir drengir hefðu orðið fyrir því að maður hefði hringt í þá í símasjálfsala í Smáralind og boðið sælgæti gegn því að þeir hittu hann í bíl fyrir utan.

Lögreglan í Kópavogi hefur nú haft upp á 15 ára pilti sem hefur viðurkennt að hafa hringt í símasjálfsalann í Smáralind síðastliðinn föstudag og verið með dónalegt orðbragð við unga drengi sem svörðuðu í símann.  Pilturinn gat ekki gefið neina skýringu á þessu athæfi sínu nema að um hafi verið að ræða fíflaskap.   Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu.  Fram kom að pilturinn hefur áður í félagi við jafnaldra sína hringt í símasjálfsala til að kanna viðbrögð fólks sem á leið hjá sjálfsalanum.