28 Apríl 2010 12:00

Snákur, mýs og kakkalakkar var á meðal þess sem lögreglan haldlagði við húsleit á höfuðborgarsvæðinu. Í umræddu húsi var einnig að finna lifrur og bjöllur sem lögreglan kann ekki að nefna. Dýrin voru flutt að Keldum þar sem gerðar voru viðeigandi ráðstafanir. Í húsinu fundust jafnframt rúmlega 150 grömm af marijúana. Karl um þrítugt var handtekinn í þágu rannsóknarinnar.

Snákurinn sem fannst á vettvangi.