21 Júlí 2006 12:00

Sóðaskapur í umferðinni er eitt þeirra vandamála sem lögreglan í Reykjavík tekur á. Nokkuð ber á því að ökumenn henda rusli á götur borgarinnar en slíkt er með öllu óheimilt. Þrátt fyrir að ruslafötur og svokölluðu stubbahús séu mjög víða eru sumir sem henda rusli hugsunarlaust. Þessi sóðaskapur er brot á lögreglusamþykkt og á því er tekið. Í sumar hafa allnokkrir ökumenn verið kærðir fyrir að henda sígarettustubbum á götur borgarinnar og svo verður áfram á meðan þessi ósiður er við lýði.

Hvort notkun nagladekkja um hásumar flokkast sem sóðaskapur er umdeilanlegt. Í það minnsta er hér um trassaskap að ræða. Í þessari viku hefur lögreglan stöðvað för minnst þriggja ökumanna sem allir voru á bifreiðum búnum nagladekkjum. Slíkt framferði er brot á umferðarlögum og hlutaðeigendur verða kærðir.