29 Ágúst 2007 12:00

Piltur um tvítugt var handtekinn í Grafarvogi í nótt en hann var sofandi í ökumannssæti bíls sem var kyrrstæður á miðri götu þegar lögreglumenn komu á vettvang. Nokkra stund tók að vekja piltinn sem var bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann viðurkenndi að hafa ekið bílnum og sagðist hafa fengið ökutækið að láni en vissi bara ekki hjá hverjum. Við frekari athugun kom jafnframt í ljós að pilturinn hafði verið sviptur ökuleyfi fyrr í sumar.