15 Janúar 2024 18:40

Um síðustu áramót var gerð sú breyting hjá lögreglunni á Suðurlandi að varðsvæði lögreglustöðvanna á Selfossi og Hvolsvelli voru sameinuð í eitt öflugt varðsvæði á sólarhringsvöktum. Þetta eru ákveðin tímamót þar sem sólarhringsvakt hefur aldrei áður verið á Hvolsvelli. Markmiðið með þessari breytingu er að bæta þjónustu, efla viðbragð og eftirlit lögreglu á svæðinu öllu og stytta útkallstíma.