20 Mars 2015 11:13

Á tíunda tímanum í morgun hringdu á lögreglustöðina í Hafnarfirði skelfingu losnir íbúar þessa hýra Hafnarfjarðar sem hafa vanist því að horfa á móti sól. Á örskömmum tíma dróg fyrir sólu og því eru íbúar þessa hýra bæjarfélags alls ekki vanir. Ekki er enn ljóst hvað olli þessu skammdegi en rannsókn málsins stendur enn yfir. Hafa allir starfsmenn rannsóknardeildarinnar unnið hörðum höndum við að reyna upplýsa málið en ekki er talið að um mannfall sé að ræða. Málið er litið mjög alvarlegum augum enda á það sér ekkert fordæmi að sólin láti ekki sjá sig hér í Hafnarfirði. Frekari upplýsinga er að vænta vonandi fljótlega.