11 Október 2012 12:00

Karl á þrítugsaldri var handtekinn í Garðabæ í gær en á heimili hans fannst kókaín. Maðurinn, sem hefur áður komið við sögu hjá lögreglu, viðurkenndi að kókaínið hefði verið ætlað til sölu. Á sama stað var einnig lagt hald á rafbyssu, stera og töluvert af þýfi, en hluta þess er þegar búið að tengja við innbrot á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.