16 Október 2009 12:00

Hann var heldur seinheppinn þjófurinn sem braust inn í bíl í Breiðholti síðdegis í gær. Kauði náði að vísu að komast undan með eitthvað lítilræði en trúlega er það miklu minna virði en það sem hann sjálfur gleymdi á vettvangi. Þetta var sími þjófsins og því reyndist lögreglunni auðvelt að finna út hver var að verki. Maðurinn sem um ræðir er á fertugsaldri og hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu.