30 Júní 2006 12:00

Við eftirlit lögreglunnar í Reykjavík undanfarna daga hefur nokkuð borið á því að bílabeltanotkun er ábótavant. Í ljósi þess að fram undan er mikil umferðarhelgi er rétt að minna á mikilvægi þess að ökumenn og farþegar hafi beltin spennt. Einnig er rétt að minna ökumenn á að virða löglegan hámarkshraða. Ef allir leggjast á eitt gengur umferðin vel fyrir sig og allir komast heilir heim.