8 Ágúst 2012 12:00
Lögreglumenn geta átt von á ýmsu í starfi sínu eins og glögglega kom í ljós á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Á ónefndum stað reyndist vera sporðdreki en dýrið var tekið í vörslu lögreglu og í framhaldinu voru gerðar viðeigandi ráðstafanir. Sporðdrekar eru sjaldséðir hér á landi en líklegt þykir að þessi hafi borist hingað með erlendum ferðamönnum.
Sporðdreki sem fannst á höfuðborgarsvæðinu.