10 Október 2011 12:00

Sprengiefnið, sem var stolið úr tveimur rammgerðum gámum í Þormóðsdal ofan við Hafravatn á dögunum, fannst við húsleit í Hafnarfirði og Kópavogi seint í gærkvöld. Karl um þrítugt, sem á langan afbrotaferil að baki, var handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Lögreglan telur sig hafa endurheimt allt sprengiefnið sem stolið var og hefur því verið komið fyrir á öruggum stað en meðferð þess er stórhættuleg þeim sem ekki kunna með það að fara.

Lögreglan framkvæmdi nokkrar húsleitir í leitinni að sprengiefninu en við aðgerðirnar naut hún aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.