5 Júlí 2019 07:56

Í ljósi umfjöllunar um jafnréttismál innan lögreglunnar vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekja athygli á því að margt hefur áunnist í þeim efnum þótt enn sé vissulega verk að vinna. Í þessum samhengi má nefna að í heildina fjölgaði konum á meðal lögreglumanna úr 19% árið 2016 í 24% árið 2018 og í maí 2019 voru konur 28% lögreglumanna hjá embættinu. Kynjahlutföll hafa því batnað, en þess má enn fremur geta að kynjahlutföll eru nú jöfn á lögreglustöðinni á Vínlandsleið 2-4 í Reykjavík. Vert er líka að segja frá því að nú er starfandi sérstakur jafnréttisfulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og að í ársbyrjun var samþykkt ný jafnréttisáætlun hjá embættinu. Þá er nú unnið verkefni með Capacent sem nefnist Jafnréttisvísir, sem er stefnumótun og vitundarvakning í jafnréttismálum. Að þessu sögðu er ljóst að mikil vinna á sér stað í málaflokknum og um það eru starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vel meðvitaðir og taka fullan þátt.

Hlutfall kvenna og karla eftir starfi:

Niðurstöður spurninga um jafnrétti í könnuninni Stofnun ársins, sem var framkvæmd í vor: