19 Janúar 2005 12:00

Stefnumörkun lögreglustjórans í Hafnarfirði og afbrotatölfræði er nú gefin út í þriðja sinn, en hún kom fyrst út árið 2003.

Frá því lögregla setti sér mælanleg markmið í ársbyrjun 2003 hefur innbrotum fækkað um 15%, þjófnuðum um 38% og eignaspjöllum um 39%. Þá hefur umferðarslysum í umdæminu einnig fækkað á sama tímabili. Skráðum fíknefnabrotum hefur fjölgað um 60% frá árinu 2002, í samræmi við markmið og stefnu lögreglu þar um.

Upplýsingar um þetta má finna í Stefnumörkun lögreglustjórans í Hafnarfirði fyrir árið 2005. (Sjá meðfylgjandi fylgiskjal.)