20 Febrúar 2013 12:00
Karl á þrítugsaldri var handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innflutningi stera. Sterana, 950 millilítrar, fann tollgæslan í síðustu viku í sendingu sem kom hingað til lands frá Hong Kong. Um var að ræða hreina stera, sem voru í brúsa í pappakassa. Á fylgiseðli með sendingunni stóð að um væri að ræða hnetuolíu.
Maðurinn, sem hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglu, viðurkenndi að hafa ætlað sterana til sölu.