10 Janúar 2017 13:08

Helstu stjórnendur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hófu árið með þátttöku í vinnustofu sem byggir á hugmyndafræði Stephens R. Covey, 7 venjur til árangurs fyrir stjórnendur. Vinnustofan var haldin í Rúgbrauðsgerðinni í síðustu viku og stóð yfir í þrjá daga, en um er að ræða námsefni sem þúsundir stjórnenda um allan heim hafa sótt undanfarin ár. Stjórnendur hjá lögreglunni voru ánægðir með vinnustofuna, en leiðbeinandi var Elín María Björnsdóttir.

stjornendanamskeid-lrh-2017-1
stjornendanamskeid-lrh-2017-2
stjornendanamskeid-lrh-2017-3