12 Febrúar 2019 09:14

Stöðubrot eru daglegt brauð á höfuðborgarsvæðinu, en hér má sjá dæmi um það á mynd sem var tekin í Kópavogi um síðustu helgi. Nokkra athygli vekur fremsti bíllinn, en ökutækið hindrar umferð gangandi vegfarenda um gangstétt, göngustíg og gangbraut. Ökumanns þess, sem og annarra ökumanna sem þarna lögðu ólöglega, bíður 10 þúsund kr. sekt fyrir stöðubrot.