12 Desember 2014 12:00
Lögreglan hafði afskipti af fimmtíu ökutækjum á höfuðborgarsvæðinu í gær og fyrradag, en þeim var öllum lagt ólöglega. Þetta lofar ekki góðu, nú þegar jólin eru á næsta leiti og margir eru á ferðinni. Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að leggja löglega, m.a. til að þeir komist hjá útgjöldum en sekt vegna stöðubrots er 5000 kr.
Þess má geta að fyrirhugað er að hækka sekt vegna stöðubrots um 100% og verður fróðlegt að sjá hvort það dregur úr stöðubrotum.