10 Júlí 2012 12:00

Talsvert er um stöðubrot á höfuðborgarsvæðinu og stundum á lögreglan um fátt annað að velja, en að láta fjarlægja ökutæki á kostnað eigenda. Þetta á ekki síst við um miðborgina, en meðfylgjandi mynd var einmitt tekin þar á dögunum. Í þessu tilviki kemur bíllinn, sem er fremst á myndinni, í veg fyrir að gangandi vegfarendur geti notað gangstéttina eins og til er ætlast. Hinir sömu verða því að fara út á akbrautina og meðfram bílnum til að komast leiðar sinnar og það skapar hættu. Því miður er tillitsleysi þessa ökumanns ekkert einsdæmi.