3 Desember 2014 16:05
Ekkert lát er á stöðubrotum á höfuðborgarsvæðinu, en í gærkvöld hafði lögreglan t.d. afskipti af hátt í fimmtíu ökutækjum við og í nágrenni Grafarvogskirkju, en þeim var öllum lagt ólöglega. Á þessum tíma fóru fram aðventutónleikar í kirkjunni, en svo vildi til að Lögreglukór Reykjavíkur kom þar fram! Lögreglu hafa oftsinnis borist kvartanir frá íbúum í Foldahverfi vegna lagningu ökutækja á þessum stað, en margir sem heimsækja kirkjuna virðast ekki nýta þau bílastæði í hverfinu sem þó eru til staðar. Í þessu sambandi er sérstaklega vert að nefna bílastæði við verslunarmiðstöðina Hverafold.