31 Október 2014 12:00

Lögreglan hafði afskipti af fjörutíu ökutækjum í nágrenni Grafarvogskirkju í fyrrakvöld, en þeim var öllum lagt ólöglega. Tilkoma lögreglu á vettvangi var vegna kvartana íbúa í hverfinu. Fyrr um kvöldið var lögreglan við eftirlit við Laugardalshöll, en þar fór fram leikur Íslands og Ísrael í handbolta. Áhorfendur á leiknum voru til mikillar fyrirmyndar og aðeins einn þeirra lagði ólöglega.

Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að leggja löglega, m.a. til að þeir komist hjá útgjöldum en sekt vegna stöðubrots er 5000 kr., en gjaldið rennur í Bílastæðasjóð.