30 Maí 2011 12:00

Lögreglan minnir ökumenn á, og ekki síst þá sem sækja íþróttakappleiki, að sýna gott fordæmi og leggja ökutækjum sínum löglega. Töluvert hefur borið á stöðubrotum við íþróttavelli og því er þetta ítrekað hér enda þurfa hinir brotlegu að greiða stöðubrotsgjald. Því miður skila tilmæli lögreglu ekki alltaf tilætluðum árangri en dæmi þess mátti sjá í Laugardalnum um helgina. Þá lögðu margir ólöglega þrátt fyrir að mörg bílastæði væru í boði. Myndin hér að neðan sýnir þetta glögglega en þessi bílastæði voru ónotuð á meðan bílum var ítrekað lagt ólöglega á svæðinu.