8 Júlí 2014 12:00

Nokkuð var um stöðubrot á höfuðborgarsvæðinu um helgina en lögreglan hafði afskipti af  um 60 ökutækjum vegna þessa. Stórum hluta þeirra var lagt ólöglega við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og Skautahöllina, en gestir sem heimsækja Laugardalinn virðast ansi oft setja það fyrir sig að ganga stuttar vegalengdir, en á þessum slóðum er einmitt mikið af bílastæðum.

Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að leggja löglega, m.a. til að þeir komist hjá útgjöldum en sekt vegna stöðubrots er 5000 kr., en gjaldið rennur í Bílastæðasjóð.