23 Ágúst 2017 15:58

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að jeppabifreið sem stolið var frá Engjavegi 7, fyrr í dag, 23.ágúst um kl.12-13. Um er að ræða svartan Mitsubishi Pajero , árgerð 2007, skráningarnúmer OH-254, en bílinn má sjá á meðfylgjandi mynd. Sjái fólk bifreiðina, kyrrstæða eða á ferð, skal hringja strax í 112.