8 Desember 2006 12:00
Það var engu líkara en sjálfur Ketkrókur hefði verið á ferðinni í einni af matvöruverslunum Reykjavíkur í gær. Svo reyndist þó ekki vera enda mun jólasveinninn sá ekki vera væntanlegur til byggða fyrr en á Þorláksmessu. Úr áðurnefndri verslun var stolið fimm hangikjötslærum en vonir standa þó til að þjófurinn verði gómaður.
Fleiri þjófnaðarmál komu upp í gær en tösku var stolið í einni af verslunarmiðstöðvum borgarinnar. Taskan fannst skömmu síðar en þá var búið að taka peninga úr seðlaveski sem var í töskunni. Þjófnaðarmál koma stöðugt upp þessa dagana og full ástæða er til að hvetja fólk til að vera á varðbergi. Og á það bæði við um afgreiðslufólk og viðskiptavini.