29 Apríl 2011 12:00

Við hraðamælingar í íbúðahverfum á höfuðborgarsvæðinu í apríl hefur hátt brotahlutfall ökumanna vakið nokkra athygli en oftar ekki er það meira en 40%. Ljóst er að ökumenn þurfa að taka sig á en þeir sem í hlut eiga eru á öllum aldri og af báðum kynjum. Svokallaðir atvinnubílstjórar eru þar ekki undanskildir en nefna má að í nokkur skipti hefur lögreglan staðið strætisvagnabílstjóra að hraðakstri. Þeir, rétt eins og aðrir, eiga að vita betur en ábendingum um þetta hefur verið komið á framfæri við forsvarsmenn Strætós.