11 Ágúst 2019 16:45

Þá eru seinni stórtónleikar Ed Sheeran fram undan á Laugardalsvelli og vonandi heppnast þeir jafnvel og í gærkvöld. Við hvetjum sem flesta til að nota strætó og minnum jafnframt á sætaferðir sem eru í boði á milli Kringlunnar og Laugardalsvallar. Vel gekk að flytja fólk á milli þessara staða í gærkvöld og þeir sem nýttu sér þessa þjónustu voru komnir mun fyrr til síns heima en margir aðrir sem lögðu bílum sínum í nágrenni Laugardalsins. Sem fyrr er lokað fyrir umferð um Reykjaveg og Engjaveg og sama á við um Suðurlandsbraut nú síðdegis. Þá er rétt að ítreka bann við drónaflugi í Laugardalnum og nágrenni, en það gildir til miðnættis.

Að síðustu minnum við tónleikagesti kvöldsins á að taka með sér góða skapið og einnig að búa sig vel, en það gæti orðið dálítið kalt á Laugardalsvellinum í kvöld.