31 Maí 2004 12:00

Lögreglunni í Reykjavík var kl. 05:21 í morgun tilkynnt um ungan pilt (f.1990) með stungusár á líkamanum. Pilturinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglan fór á heimili piltsins  í vesturbænum og þar var fyrir móðir hans (f.1961) og systir (f.1992). Þær höfðu báðar stungusár og var systirin úrskurðuð látin skömmu síðar. Móðirin var flutt á slysadeild með alvarlega áverka. Lögreglan telur á þessu stigi að aðrir séu ekki viðriðnir málið en að framan greinir.

Rannsókn málsins er á frumstigi og verða frekari upplýsingar veittar eftir framvindu þess.