29 Maí 2020 16:16

Hefur þú gaman af því að taka í sundur og setja saman tölvur og annan búnað? Hefur þú brennandi áhuga á vinnslu gagna úr könnunum? Þekkir þú PowerBi? Langar þig að vinna á rannsóknarstofu? Brennurðu fyrir því að láta fólki líða vel á vinnustað, grafa þig ofan í verkferla og skjölun eða á lögfræðin hug þinn allan?

Hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru laus til umsóknar nokkur störf fyrir námsmenn sem eru á milli anna. Umsóknarfrestur er til 5. júní. Sótt er um á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Heimasíða Vinnumálastofnunar